
Um mig
"Laughter is timeless, imagination has no age, and dreams are forever"
- Walt Disney
Ég heiti Sigrún Rakel Ólafsdóttir, fædd þann 7. júlí 2002, uppalin í Kópavogi. Alveg síðan ég var krakki hef ég alltaf haft mikinn áhuga á samkvæmisdansi þar sem öll móðurfjölskyldan mín er viðriðin dansinn. Alla mína æfi hef ég verið að æfa samkvæmisdans. Ég er sú fyrsta til að útskrifast úr menntaskóla í grafísk miðlun í fjölskyldunni minni. Grafísk miðlun var ekki mitt fyrsta val því þegar ég sótti um nám við Tækniskólann eftir grunnskóla stefndi ég á að fara í ljósmyndun. Eftir rúmar tvær annir af grunnnáminu fann ég að mig langaði frekar að læra grafíska miðlun enda þótti mér tímarnir hjá Brynhildi Björnsdóttur og Svanhvíti Stellu Ólafsdóttir mjög áhugaverðir og ég fann að mig langaði að snúa mér að því. Þá ákvað ég að sækja um í sérbrautina í Grafísk miðlun önn seinna. Ég hef einnig mikinn áhuga á listverkum og föndri. Síðan ég var lítil hef ég líka átt auðvelt með að hlusta á tónlist sama hvaðan tónlistin er eða hvernig hún er þá hef ég alltaf getað fundið mig í tónlistinni og dansað. Það skiptir í raun ekki máli hvað ég hlusta á þar sem ég er algjör alæta á tónlist, elska allar gerðir.
Draumurinn minn eftir nám í Tækniskólanum er að fara í nám til Bretlands í skóla sem heitir University of the Arts London (UAL). Ég ætla í nám þar til að fá BA gráðu í grafískri miðlun. Eftir námið sé ég fyrir mér að stofna mitt eigið fyrirtæki.
